Leita í fréttum mbl.is

Nýjar myndir

Þá eru komnar lokamyndir af okkur þar sem við erum allir strákarnir farnir á ný heimili.

Pálína nýtur sín í botn og er farin að sinna nafninu sínu þessi elska og leikur á alls oddi með mömmu, ömmu og stóru systur. Allir vilja leika við hana og það þykir henni ekki leiðinlegt.

Það koma inn myndir af henni á morgun þar sem hún var í snjónum að leika sér.


Gott veður

Fengum að kíkja aðeins út í góða veðrið sem loksins kom eftir snjó, rigningu og mikið rok undanfarna daga. Enda sést það á garðinum okkar að þrifdagur er í dag þar sem afurðir þeirra stærri síðustu daga hylja nú stóran part leiksvæðisins.

En við snusuðum og nöguðum, hoppuðum og skoppuðum nú samt í dágóða stund og mamma reyndi að taka af okkur myndir en það var svo gaman að við vorum sjaldan kyrr.Grin


Rosa sætar myndir

Nú gleðjast væntanlega "foreldar" okkar og fjölskyldur því margar myndir fóru á netið rétt í þessu.Grin

Teknar voru myndir af okkur einu og einu og líka í hóp.

Gera á tilraun í útimyndatöku á morgun ef veður leyfir og verða þær þá settar inn annað kvöld. Whistling

 


Allt eins og vera ber

Þetta heimilisfólk hefur átt erfitt með að finna sér tíma til að setja inn nokkrar línur og myndir af okkur - fussum svei barasta.

En nú á að reyna að bæta úr því. Myndirnar eru lengi að hlaðast niður þar sem þær eru frekar stórar - það gerir okkur svo skýr og enn fallegri - svo sýnið þolinmæði.

Eitthvað í dag og meira á morgun.

Annars gengur allt eins og blómstrið eina. Við erum farin að kíkja út í þetta ekta íslenska veður og erum alls ekki smeik við að bleyta okkur í fæturnar eins og þessar eldri prímadonnur. Wink Næst er að festa það á mynd og leyfa eigendum að sjá.

 


Margar nýjar myndir og pabbi, mamma og allir með

Hér er allt í lukkunarvelstandi hjá okkur og við springum út eins og blóm að vori.Grin

Pabbi okkar kom í heimsókn í gær og nýja fjölskyldan hans Hróa kom í fyrradag. Þannig að mikið var að gera hjá okkur og við örþreytt eftir að sýna okkur og spígspora um alla neðri hæðina.

Svo er nú voða gott að kúka á nýjum stað svona til tilbreytingar.Cool

Amma, mamma og Mirra systir fóru í göngu með Helga pabba og Eve í gær, sunnudag og voru teknar nokkrar myndir. Það er nú aðallega amma sem vill vera fyrirsæta hinar vilja nú frekar hlaupa út um allt og leika sér í snjónum.

Það náðust nú ekki myndir af Huga sem var verulega hugaður þegar hann kíkti út um útidyrnar á eftir mömmu sinni sem fór út að gera þarfir sínar í fyrradag. Veður var frekar vont, bæði hvasst og snjór en ég bara smakkaði á snjónum og þóttist ætla út en fannst nú betra að bakka inn í hlýjuna þegar á reyndi. Tounge


Við könnum heiminn

Við könnum nú heiminn smátt og smátt og teljum hann nokkuð hættulausann hérna inni hjá mömmu og pabba. Hvað verður síðar á eftir að koma í ljós.

Áramótin fóru vel í okkur við bara sváfum en þessar eldri ferfættu áttu frekar erfitt. Mamma okkar kúrði ofan í íþróttatöskunni hans Helga pabba og hreyfði sig helst ekki meðan skothríðin gekk yfir. Hinar tvær létu búrin vera sitt skjól.

Við rífum hins vegar og tætum allt þessa dagana og nú er okkur farið að klæja í munninn og þurfum því að naga eitthvað gott. Bjarkey mamma keypti handa okkur taubein sem við dröslumst með og togum á milli okkar.

En annars eru nokkrar myndir og fleiri á morgun.


Allt að gerast

Nú er það þannig að við höfum komist uppúr gotkassanum með því að stíga uppá fjöl sem við kúrðum undir þegar við vorum enn minni en í dag.

Hrappur og Hugi eru báðir búnir að láta sig flakka yfir en hin tvö eru öllu rólegri. Nú er búið að fjarlægja fjölina þannig að við kíkjum bara yfir og volum yfir því að fá ekki að fara og kanna umhverfið þegar okkur langar til. Woundering

Annars eru allir sprækir og allt að gerast hjá okkur þessa dagana. Við erum öll farin að lepja ágætlega og á morgun er fyrirhugað að gefa okkur fast fæði. Látum vita hvernig það gengur.

Nokkrar nýjar myndir hér vinstra megin.


Jólabörnin

Það er ekki ofsögum sagt að mannfólkið hér á bæ hefur legið í leti þessa þrjá jóladaga og ekki nennt að setja inn myndir af okkur eins og við erum nú frábær.Grin

Annars döfnum við rosa vel og eru farin að rölta í kassanum okkar og svolítið að reyna að slást hvort við annað. Það er líka gaman að  spreyta sig á því að príla upp úr kassanum en það hefur ekki ennþá tekist alveg. Wink

Myndirnar af Hróa lepja tókust ekki vel - vélin ekki rétt stillt en við bætum úr því á morgun þegar hann fær að spreyta sig á að lepja aftur.

En skoðið albúm 6.

 


Allir búnir að fá heimili

Þá er búið að opna jólapakkann - þ.e. nýjir eigendur eru búnir að fá staðfestingu á því að hvaða hvolp þeir fá.

Mikið var af góðu fólki sem vildi eignast cavalier og því erfitt val. En við kusum að hafa þá sem flesta hér fyrir norðan því mun auðveldara aðgengi er fyrir sunnan fólk í marga ræktendur.

Við óskum nýjum eigendum til hamingju með gullmolann sinn og gott að nýta jólin í að lesa og skoða allt um cavalier. Bendi í því sambandi á www.cavalier.is

Við setjum svo inn myndir jöfnum höndum en þessar elskur breytast nú ekki mikið - daglega en milli jóla og nýárs og uppúr því verður mikil sjáanleg breyting.


Loksins


Þá eru loksins komnar nýjar myndir af okkur. Við döfnum öll vel og eru líka búin að opna augun, mismikið þó.

Pálína er alveg búin að opna, Hugi og Hrappur nánast alveg en einhver þarf að vera síðastur og það er Hrói. Hann er samt bollan í hópnum, ennþá.

Margir vilja eiga okkur og líklega verða ekki vandræði með að finna okkur yndislegar fjölskyldur sem vilja allt fyrir okkur gera.

Alla vega þá ætla eigendur okkar að ákveða sig um næstu helgi hvar nýja heimilið okkar verður og þá geta þeir sem verða svo heppnir að fá okkur, heimsótt okkur fyrir jólin.


Næsta síða »

Höfundur

Dýrindisræktunin
Dýrindisræktunin
Við erum þrjár tíkur af gerðinni Cavalier og búum í Ólafsfirði
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband