8.1.2007 | 21:17
Margar nýjar myndir og pabbi, mamma og allir með
Hér er allt í lukkunarvelstandi hjá okkur og við springum út eins og blóm að vori.
Pabbi okkar kom í heimsókn í gær og nýja fjölskyldan hans Hróa kom í fyrradag. Þannig að mikið var að gera hjá okkur og við örþreytt eftir að sýna okkur og spígspora um alla neðri hæðina.
Svo er nú voða gott að kúka á nýjum stað svona til tilbreytingar.
Amma, mamma og Mirra systir fóru í göngu með Helga pabba og Eve í gær, sunnudag og voru teknar nokkrar myndir. Það er nú aðallega amma sem vill vera fyrirsæta hinar vilja nú frekar hlaupa út um allt og leika sér í snjónum.
Það náðust nú ekki myndir af Huga sem var verulega hugaður þegar hann kíkti út um útidyrnar á eftir mömmu sinni sem fór út að gera þarfir sínar í fyrradag. Veður var frekar vont, bæði hvasst og snjór en ég bara smakkaði á snjónum og þóttist ætla út en fannst nú betra að bakka inn í hlýjuna þegar á reyndi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vá..... ekkert smá töffari hann Fróði.......... Ekki slæmt að eiga svona flotta foreldra útkoman er líka eftir því, sætustu hvolpar sem ég hef séð .
Kveðja, María, mamma hans Hrapps, Vatnsenda
María S Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.