Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
26.1.2007 | 14:43
Gott veður
Fengum að kíkja aðeins út í góða veðrið sem loksins kom eftir snjó, rigningu og mikið rok undanfarna daga. Enda sést það á garðinum okkar að þrifdagur er í dag þar sem afurðir þeirra stærri síðustu daga hylja nú stóran part leiksvæðisins.
En við snusuðum og nöguðum, hoppuðum og skoppuðum nú samt í dágóða stund og mamma reyndi að taka af okkur myndir en það var svo gaman að við vorum sjaldan kyrr.
25.1.2007 | 23:23
Rosa sætar myndir
Nú gleðjast væntanlega "foreldar" okkar og fjölskyldur því margar myndir fóru á netið rétt í þessu.
Teknar voru myndir af okkur einu og einu og líka í hóp.
Gera á tilraun í útimyndatöku á morgun ef veður leyfir og verða þær þá settar inn annað kvöld.
25.1.2007 | 00:13
Allt eins og vera ber
Þetta heimilisfólk hefur átt erfitt með að finna sér tíma til að setja inn nokkrar línur og myndir af okkur - fussum svei barasta.
En nú á að reyna að bæta úr því. Myndirnar eru lengi að hlaðast niður þar sem þær eru frekar stórar - það gerir okkur svo skýr og enn fallegri - svo sýnið þolinmæði.
Eitthvað í dag og meira á morgun.
Annars gengur allt eins og blómstrið eina. Við erum farin að kíkja út í þetta ekta íslenska veður og erum alls ekki smeik við að bleyta okkur í fæturnar eins og þessar eldri prímadonnur. Næst er að festa það á mynd og leyfa eigendum að sjá.
8.1.2007 | 21:17
Margar nýjar myndir og pabbi, mamma og allir með
Hér er allt í lukkunarvelstandi hjá okkur og við springum út eins og blóm að vori.
Pabbi okkar kom í heimsókn í gær og nýja fjölskyldan hans Hróa kom í fyrradag. Þannig að mikið var að gera hjá okkur og við örþreytt eftir að sýna okkur og spígspora um alla neðri hæðina.
Svo er nú voða gott að kúka á nýjum stað svona til tilbreytingar.
Amma, mamma og Mirra systir fóru í göngu með Helga pabba og Eve í gær, sunnudag og voru teknar nokkrar myndir. Það er nú aðallega amma sem vill vera fyrirsæta hinar vilja nú frekar hlaupa út um allt og leika sér í snjónum.
Það náðust nú ekki myndir af Huga sem var verulega hugaður þegar hann kíkti út um útidyrnar á eftir mömmu sinni sem fór út að gera þarfir sínar í fyrradag. Veður var frekar vont, bæði hvasst og snjór en ég bara smakkaði á snjónum og þóttist ætla út en fannst nú betra að bakka inn í hlýjuna þegar á reyndi.
5.1.2007 | 19:13
Við könnum heiminn
Við könnum nú heiminn smátt og smátt og teljum hann nokkuð hættulausann hérna inni hjá mömmu og pabba. Hvað verður síðar á eftir að koma í ljós.
Áramótin fóru vel í okkur við bara sváfum en þessar eldri ferfættu áttu frekar erfitt. Mamma okkar kúrði ofan í íþróttatöskunni hans Helga pabba og hreyfði sig helst ekki meðan skothríðin gekk yfir. Hinar tvær létu búrin vera sitt skjól.
Við rífum hins vegar og tætum allt þessa dagana og nú er okkur farið að klæja í munninn og þurfum því að naga eitthvað gott. Bjarkey mamma keypti handa okkur taubein sem við dröslumst með og togum á milli okkar.
En annars eru nokkrar myndir og fleiri á morgun.