Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Allt að gerast

Nú er það þannig að við höfum komist uppúr gotkassanum með því að stíga uppá fjöl sem við kúrðum undir þegar við vorum enn minni en í dag.

Hrappur og Hugi eru báðir búnir að láta sig flakka yfir en hin tvö eru öllu rólegri. Nú er búið að fjarlægja fjölina þannig að við kíkjum bara yfir og volum yfir því að fá ekki að fara og kanna umhverfið þegar okkur langar til. Woundering

Annars eru allir sprækir og allt að gerast hjá okkur þessa dagana. Við erum öll farin að lepja ágætlega og á morgun er fyrirhugað að gefa okkur fast fæði. Látum vita hvernig það gengur.

Nokkrar nýjar myndir hér vinstra megin.


Jólabörnin

Það er ekki ofsögum sagt að mannfólkið hér á bæ hefur legið í leti þessa þrjá jóladaga og ekki nennt að setja inn myndir af okkur eins og við erum nú frábær.Grin

Annars döfnum við rosa vel og eru farin að rölta í kassanum okkar og svolítið að reyna að slást hvort við annað. Það er líka gaman að  spreyta sig á því að príla upp úr kassanum en það hefur ekki ennþá tekist alveg. Wink

Myndirnar af Hróa lepja tókust ekki vel - vélin ekki rétt stillt en við bætum úr því á morgun þegar hann fær að spreyta sig á að lepja aftur.

En skoðið albúm 6.

 


Allir búnir að fá heimili

Þá er búið að opna jólapakkann - þ.e. nýjir eigendur eru búnir að fá staðfestingu á því að hvaða hvolp þeir fá.

Mikið var af góðu fólki sem vildi eignast cavalier og því erfitt val. En við kusum að hafa þá sem flesta hér fyrir norðan því mun auðveldara aðgengi er fyrir sunnan fólk í marga ræktendur.

Við óskum nýjum eigendum til hamingju með gullmolann sinn og gott að nýta jólin í að lesa og skoða allt um cavalier. Bendi í því sambandi á www.cavalier.is

Við setjum svo inn myndir jöfnum höndum en þessar elskur breytast nú ekki mikið - daglega en milli jóla og nýárs og uppúr því verður mikil sjáanleg breyting.


Loksins


Þá eru loksins komnar nýjar myndir af okkur. Við döfnum öll vel og eru líka búin að opna augun, mismikið þó.

Pálína er alveg búin að opna, Hugi og Hrappur nánast alveg en einhver þarf að vera síðastur og það er Hrói. Hann er samt bollan í hópnum, ennþá.

Margir vilja eiga okkur og líklega verða ekki vandræði með að finna okkur yndislegar fjölskyldur sem vilja allt fyrir okkur gera.

Alla vega þá ætla eigendur okkar að ákveða sig um næstu helgi hvar nýja heimilið okkar verður og þá geta þeir sem verða svo heppnir að fá okkur, heimsótt okkur fyrir jólin.


Við erum svo fín


Allt gengur eins og í sögu. Við þyngjumst vel, en misjafnlega þó eins og gengur og gerist. Wink

Við bröltum heilmikið um og lendum stundum vitlausu megin við hana mömmu og þá grenjum við heil ósköp. Þar er engan spena að finna og þá er bara að kalla á hjálp.Frown

Annars eru nokkrar nýjar myndir af okkur og bráðum fara að koma myndir af okkur hverju fyrir sig.


Höfundur

Dýrindisræktunin
Dýrindisræktunin
Við erum þrjár tíkur af gerðinni Cavalier og búum í Ólafsfirði
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband